Sport

Þrælahald stundað í fótbolta

NordicPhotos/GettyImages

Sextán ára knattspyrnumenn frá Afríku fara unnvörpum til Belgíu að reyna fyrir sér í atvinnumennskunni. Fæstir ná að uppfylla þann draum og þeir lenda á bótum hjá belgíska ríkinu. Þetta eru ekkert annað en nútíma þrælaviðskipti segir belgíski þingmaðurinn Jean Marie Dedecker sem hefur rannsakað málið og dregur upp ansi dökka mynd af viðskiptunum.

Í tvö þá rannsakaði þingmaðurinn málið og komst að því að á þessu tímabili voru 442 nígerískir knattspyrnumenn, flestir 16 ára, sem lifðu á bótum hjá belgíska ríkinu eftir að hafa verið lokkaðir til Belgíu af umboðsmönnum og félögum í von um samning hjá atvinnumannaliðum. Þegar þriggja mánaða vegabréfsáritun leikmannanna rann út og í ljós kom að þeir fengu ekki samning, fengu þeir ekki greitt fyrir farinu heim og lentu á bótum hjá ríkinu.

"Þetta er rotið kerfi sem er stjórnað af umboðsmönnum sem eru í samstarfi viðfjárhagslega sterk knattspyrnufélög," segir þingmaðurinn. Belgísk félög eiga knattspyrnu-akademíur í Nígeríu þar sem efnilegir leikmenn eru þjálfaðir í þeirri von að félagið geti selt þá síðar til stærri félaga í Evrópu fyrir stórar fjárhæðir. Félög eins og Arsenal, Man. Utd. og Ajax eru í góðu samstarfi við belgísk félög og þingmaðurinn bendir á að ítalska liðið Inter eigi eitt þúsund "þræla" eins og hann kallar leikmennina, víðs vegar í Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×