Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segir að liðið muni toppa á réttum tíma og hefur engar áhyggjur af því liðið hafi ekki unnið stórþjóð í síðustu fimmtán landsleikjum.
Klinsmann hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir misjafnt gengi þýska landsliðsins undanfarið, en hann segir vináttuleikinn við Frakka á morgun vera kjörið tækifæri til að koma liðinu á rétta braut.
"Við vitum að við erum á réttri leið og við erum vissir um að liðið kemst á toppinn innan skamms. Ef ekki gegn Frökkum á morgun, þá í síðasta lagi á HM næsta sumar," sagði Klinsmann bjartsýnn.