Búningsherbergi Man Utd hlerað 12. nóvember 2005 14:05 MYND/The Sun. Spólurnar sem bárust til blaðsins. Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Götublaðinu The Sun bárust upptökurnar frá millilið en mjög svo óvænt þá ákvað ritstjórn blaðsins að afhenda þær til Manchester United. "Við erum blaðinu þakklátir fyrir að vekja athygli okkar á þessu öryggisrofi. Við höfum sett af stað okkar eigin rannsókn og munum kalla til lögreglu ef nauðsyn krefur." sagði Phil Townsend, upplýsingafulltrúi Man Utd. Einhver óprúttinn aðili náði að koma hlerunartækinu fyrir inni í búningsherberginu en um er að ræða lítinn útvarpssendi. Þessi aðili sat svo í hæfilegri fjarlægð með útvarpstæki og tók upp yfir tvo klukkutíma af efni. Þar má heyra hvað Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man Utd segir við leikmenn sína fyrir leik, í hálfleik og eftir leik þar sem einnig má heyra fagnaðarlæti leikmanna eftir 1-0 sigurinn á Chelsea. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand heyrist segja að þessi sigur ætti að þagga niður í gagnrýniröddum. Rio hrósaði svo Paul Scholes fyrir frammistöðu sína í leiknum og spurði hann hvað hann ætlaði að gera um kvöldið. Sir Alex heyrist gefa Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy skilaboð um að bæta leik sinn og sagði leikmönnum að hafa sérstakar gætur á Claude Makelele og dekka hann stíft.Von á fleiri upptökum The Sun segir að milliliðurinn sem færði þeim upptökurnar hefði þau skilaboð frá "hópnum" sem ber ábyrgð á upptökunum að búast megi við fleiri slíkum upptökum. Hópurinn kvaðst ætla að koma einnig fyrir hlerunarbúnaði í búningsherbergi Chelsea fyrir næsta heimaleik sinn á Stamford Bridge. Komi eitthvað krassandi þar fram muni þær upptökur vera falar fyrir tugi þúsunda punda. Það er því ljóst að úrvalsdeildarfélögin í Englandi verða á nálum fyrir næstu heimaleiki sína fyrst von er á því að herlunarbúnaður geti leynst inni í búningsherbergjum þeirra. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Götublaðinu The Sun bárust upptökurnar frá millilið en mjög svo óvænt þá ákvað ritstjórn blaðsins að afhenda þær til Manchester United. "Við erum blaðinu þakklátir fyrir að vekja athygli okkar á þessu öryggisrofi. Við höfum sett af stað okkar eigin rannsókn og munum kalla til lögreglu ef nauðsyn krefur." sagði Phil Townsend, upplýsingafulltrúi Man Utd. Einhver óprúttinn aðili náði að koma hlerunartækinu fyrir inni í búningsherberginu en um er að ræða lítinn útvarpssendi. Þessi aðili sat svo í hæfilegri fjarlægð með útvarpstæki og tók upp yfir tvo klukkutíma af efni. Þar má heyra hvað Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man Utd segir við leikmenn sína fyrir leik, í hálfleik og eftir leik þar sem einnig má heyra fagnaðarlæti leikmanna eftir 1-0 sigurinn á Chelsea. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand heyrist segja að þessi sigur ætti að þagga niður í gagnrýniröddum. Rio hrósaði svo Paul Scholes fyrir frammistöðu sína í leiknum og spurði hann hvað hann ætlaði að gera um kvöldið. Sir Alex heyrist gefa Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy skilaboð um að bæta leik sinn og sagði leikmönnum að hafa sérstakar gætur á Claude Makelele og dekka hann stíft.Von á fleiri upptökum The Sun segir að milliliðurinn sem færði þeim upptökurnar hefði þau skilaboð frá "hópnum" sem ber ábyrgð á upptökunum að búast megi við fleiri slíkum upptökum. Hópurinn kvaðst ætla að koma einnig fyrir hlerunarbúnaði í búningsherbergi Chelsea fyrir næsta heimaleik sinn á Stamford Bridge. Komi eitthvað krassandi þar fram muni þær upptökur vera falar fyrir tugi þúsunda punda. Það er því ljóst að úrvalsdeildarfélögin í Englandi verða á nálum fyrir næstu heimaleiki sína fyrst von er á því að herlunarbúnaður geti leynst inni í búningsherbergjum þeirra.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira