Sport

Slakið á væntingunum!

Lampard (lengst til hægri) fagnar ásamt félögum sínum í enska landsliðinu í Sviss í gærkvöldi.
Lampard (lengst til hægri) fagnar ásamt félögum sínum í enska landsliðinu í Sviss í gærkvöldi.

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og enska landsliðsins í fótbolta er jarðbundinn þrátt fyrir glæstan 2-3 sigur Englendinga á Argentínu í vináttulandsleik í gær. Hann sendir Bretum skýr skilaboð í dag en þar í landi á almenningur til að líta frekar stórt á landsliðið sitt á stundum.

Ekki mátti miklu muna að England tapaði leiknum 2-1 en Michael Owen skoraði tvö mörk á lokamínútunum sem tryggði Englendingum sigurinn.

"Ef við töpum leik þá erum við gagnrýndir en þegar við vinnum Argentínu á þennan hátt þá segja allt í einu allir að við verðum heimsmeistarar. Við verðum að sýna smá yfirvegun hérna" sagði Lampard og bætti við; "Það er löng leið eftir og þessi úrslit hafa enga þýðingu hvað HM varðar. En við getum tekið margt jákvætt úr leiknum með okkur. Argentína er annað besta landslið í heimi svo við vitum að það er erfitt að mæta þeim. Getum við unnið þá á HM? Það er allt annað mál." sagði Lampard í dag með báða fætur klessta við jörðina.

Englendingar lentu tvívegis undir í leiknum eftir mörk Argentínumanna frá Hernan Crespo og Walter Samuel. Wayne Rooney skoraði fyrsta mark Englendinga. Leikið var í borginni Genf í Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×