Innlent

Landsbankinn kaupir evrópskt verðbréfafyrirtæki

Stjórn Landsbankans
Stjórn Landsbankans MYND/Hari
Landsbankinn hefur fengið leyfi til að kaup a evrópska verðbréfafyrirtæki ð Kepler Equities, en það hét áður Julius Bår Brokerage. Landsbankinn gerði tilboð í fyrirtækið í semptember og voru k aupin háð skilyrðum um samþykki eftirlitsaðila í Frakklandi, Sviss og á Íslandi.

Nú hefur Landsbankinn fullnægt öllum skilyrðum fyrir kaupum á Kepler og verður félagið frá og með deginum í dag hluti af samstæðu Landsbankans. Landsbankinn eignast 82% heildarhlutafjár Kepler og mun eignast allt útistandandi hlutafé, sem er í eigu starfsmanna, á næstu fimm árum samkvæmt árangurstengdum kaupréttarsamningum.

Í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér kemur fram að Kepler sé mikilvæg viðbót við framkvæmd stefnu bankans um að skapa fjárfestingarbanka með starfsemi víðsvegar um Evrópu. Er það trú stjórnenda bankans að Kepler falli mjög vel að starfsemi Landsbankans og verður þegar í stað hafist við að samþætta stafsemi Kepler við stækkaða samstæðu Landsbankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×