Innlent

Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka

Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og fór yfir 4,800 stig, sem er enn eitt metið. Hækkun varð á flestum fyrirtækjum, en þau sem lækkuðu, lækkuðu mjög lítið. Hækkunin í ár er þegar orðin yfir 40%, eða eins og hún hefur verið undanfarin þrjú ár, þrátt fyrir þrálátar spár undanfarin misseri um að hámarki sé náð og að mörg íslensk fyrirtæki séu eftilvill of hátt skráð. Spár upp á síðkastið gera hinsvegar ekki ráð fyrir lækkun, heldur að hækkunin verði aðeins 10 til 15 prósent á næst ári.
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×