Sport

Undirgöngin loguðu í slagsmálum

Hér má sjá upptökin að slagsmálunum sem urðu í göngunum sem liggja til búningsherbergja, en einn leikmaður þurfti að fara á sjúkrahús eftir að hafa fengið spark á viðkvæman stað
Hér má sjá upptökin að slagsmálunum sem urðu í göngunum sem liggja til búningsherbergja, en einn leikmaður þurfti að fara á sjúkrahús eftir að hafa fengið spark á viðkvæman stað NordicPhotos/GettyImages

Landslið Tyrkja og Svisslendinga eiga ekki von á góðu frá Alþjóða Knattspyrnusambandinu eftir að uppúr sauð milli leikmanna og starfsmanna þegar þeir gengu af velli eftir viðureign liðanna í gær.

Stephane Grichting, leikmaður svissneska liðsins var fluttur á spítala eftir átökin og Sepp Blatter, forseti FIFA, átti ekki til orð til að lýsa vanþóknun sinni á uppþotinu.

"Það er eitthvað verulega mikið að. Ég hef aldrei séð annað eins," sagði Blatter. Sérstakur blaðamannafundur hefur verið boðaður í dag til að ræða atvikið og þar verður væntanlega tilkynnt til hvaða aðgerða verður gripið til að taka á þessu ljóta atviki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×