Sport

Leikmenn Portsmouth vilja halda í Perrin

NordicPhotos/GettyImages

Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, segir að leikmenn liðsins séu allir á einu máli um að Alain Perrin knattspyrnustjóri liðsins eigi að fá frekari tækifæri með liðið þó gengið hafi ekki verið upp á marga fiska undanfarið.

Mandaric hefur ekki reynt að neita því að pressan á knattspyrnustjórann hafi aukist nokkuð undanfarið, en eftir fund með leikmönnum liðsins, segir hann að í ljós hafi komið að Perrin njóti ótvíræðs stuðnings leikmanna sinna.

"Ég vil ekki tjá mig sérstaklega um efni þessa fundar og það er ljóst að Perrin verður við stjórnvölinn hjá liðinu gegn Chelsea um helgina. Leikmenn liðsins eru góðir strákar, sem er annt um félagið og þeir vija meina að við eigum að treysta Perrin, því við séum með nógu gott lið til að halda okkur í úrvalsdeildinni," sagði Mandaric, en Portsmouth á mjög erfiða leiki framundan og því er ljóst að mikið á eftir að reyna á þolrif stjórnarformannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×