Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier hjá Middlesbrough var í dag dæmdur í eins og hálfs árs keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir Evrópuleik Middlesbrough og Xanthi þann 29. september síðastliðinn. Xavier var fundinn sekur um að hafa neitt anabólískra stera og er fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem hefur verið fundinn sekur um brot af þessu tagi.