Arsenal hefur gefið það út að varnarmaðurinn Ashley Cole geti ekki leikið með liðinu fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Cole er fótbrotinn, en vonast var til um að hann yrði klár í slaginn í desember.
Arsenal verður því án tveggja vinstri bakvarða sinna það sem eftir er af árinu, því Gael Clichy verður frá í að minnsta kosti þrjá mánuði með svipuð meiðsli.