Í hádeginu í dag var dregið í átta liða úrslit í enska deildarbikarnum, en leikirnir fara fram seinnipartinn í desember. Doncaster hefur slegið út tvö úrvalsdeildarlið á leið sinni í átta liða úrslitin og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu vegnar gegn Arsenal.
Önnur lið sem mætast eru Birmingham og Manchester United, Middlesbrough og Blackburn og þá tekur Wigan á móti Bolton.