Innlent

Verið að skoða erindi Íbúðalánasjóðs

MYND/Vísir

Fjármálaeftirlitið hefur tekið til skoðunar erindi Íbúðalánasjóðs vegna umdeildra viðskipta KB banka með íbúðalánabréf á útboðsdegi Íbúðalánasjóðs í nóvember.

Að sögn Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, er verið að skoða erindi Íbúðalánasjóðs en ekki er þó að vænta neinna viðbragða frá Fjármálaeftirlitinu fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku.

Gunnar S. Björnsson, stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs, hefur sagt að framferði KB banka 22 nóvember síðastliðinn, þegar Íbúðalánasjóður bauð út skuldabréf fyrir 3 milljarða króna, hafi skaðað lántakendur Íbúðalánasjóðs. Stjórn sjóðsins óskaði því eftir því að Fjármálaeftirlitið kanni hvort viðskipti KB banka þennan dag stangist á við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti og samræmis góðum viðskiptaháttum. Forsvarsmenn KB banka segja ekkert marktækt ásökunum stjórnar Íbúðalánasjóðs, viðskipti bankans þennan dag hafi ekki verið með neinum öðrum hætti en aðra daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×