Sport

Hélt að eldingar kæmu ekki niður á sama stað tvisvar

Viðureign Chelsea og Barcelona verður líklega sú sem allra augu berast að í 16-liða úrslitunum
Viðureign Chelsea og Barcelona verður líklega sú sem allra augu berast að í 16-liða úrslitunum NordicPhotos/GettyImages

Peter Kenyon sagðist allt eins hafa búist við því að lið hans Chelsea mundi dragast á móti stórliði í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag og hlakkar til að endurtaka leikinn frá í fyrra.

"Við viljum umfram allt horfa fram á við," sagði Kenyon þegar ljóst var að Barcelona yrði andstæðingur Chelsea, því grunnt var á því góða milli liðanna í þegar þau mættust síðast. "Við lékum tvo stórkostlega leiki við Barcelona í fyrra og því má gera ráð fyrir því að þetta verði rosalegir leikir. Ég verð þó að viðurkenna að ég átti ekki von á því að við lentum á móti Barcelona, því á æfingunni fyrir dráttinn lentum við einnig á móti þeim og ég hélt að eldingar kæmu aldrei niður á sama stað tvisvar," sagði Kenyon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×