Innlent

Sérsmíðaður semball í Salinn

Nýr sérsmíðaður semball er kominn í Salinn í Kópavogi og mun Jory Vinikour, bandarískur semballeikari, vígja hann á morgun.

Salurinn í Kópavogi og Tónlistarskóli Kópavogs fengu sembalin að gjöf frá Kópavogsbæ þegar tónlistarskólinn var 40 ára fyrir tveimur árum. Smíði sembalsins er nýlokið og verður hann vígður klukkan fjögur á morgun þegar Jory Vinikour leikur á tónleikum. Semballinn breytir miklu fyrir tónleikahald í salnum, hvort tveggja á nýrri og gamalli tónlist. Þá gefur hann nemendum í tónlistaskólanum aukin tækifæri en aðeins örfáir semballeikarar eru á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×