
Sport
Chelsea sigraði Arsenal

Chelsea vann góðan 2-0 útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og er sem fyrr með þægilegt forskot á toppnum. Þetta var þriðja tap Arsenal í deildinni í röð, en það hefur ekki gerst áður síðan Arsene Wenger tók við liðinu á sínum tíma. Það voru miðjumennirnir Arjen Robben og Joe Cole sem skoruðu mörk Chelsea, sem undirstrikaði styrk sinn enn eina ferðina.