Íþróttamálaráðherrann í bresku ríkisstjórninni hefur nú skorist í leikinn í deilu þeirra Jose Mourinho og Arsene Wenger, stjóra Chelsea og Arsenal, en um fátt annað hefur verið ritað í blöðum í Bretlandi undanfarna daga en deilu þeirra tveggja, sem ráðherra kallar réttilega sandkassaleik.
"Það sem fram fór á milli þeirra Wenger og Mourinho á sunnudaginn, er endurtekið á barnaheimilinu daginn eftir," sagði Richard Caborn. "Menn sem starfa í knattspyrnuheiminum verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir og verða að haga sér samkvæmt því. Við getum ekki sætt okkur við að menn í þessum stöðum séu að haga sér eins og smábörn og því verð ég bara að biðja þessa menn að reyna að fullorðnir menn og hætta að haga sér eins og smábörn."