Sport

Curbishley ósáttur við dómara

Alan Curbishley gat lítið annað en vælt undan dómaranum eftir enn eitt tapið hjá hans mönnum í dag, en eftir frábæra byrjun í haust hefur liðið verið með allt á hælunum undanfarið
Alan Curbishley gat lítið annað en vælt undan dómaranum eftir enn eitt tapið hjá hans mönnum í dag, en eftir frábæra byrjun í haust hefur liðið verið með allt á hælunum undanfarið NordicPhotos/GettyImages

Alan Curbishley, stjóri Charlton, hafði um lítið annað en dómara leiksins að tala eftir tapið gegn Arsenal í dag. "Steve Bennet er héðan úr hverfinu og það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða. Kannski er hann fyrir vikið of grimmur við okkur til að dæma leiki með okkur, hann var svo sannarlega ekki á okkar bandi í dag, svo mikið er víst," sagði Curbishley fúll.

Arsene Wenger var öllu sáttari við frammistöðu sinna manna, því erfiðlega hefur gengið hjá Arsenal undanfarið. "Mínir menn voru dálítið stressaðir í dag, því þeir hafa verið að tapa leikjum undanfarið. Charlton veitti okkur mjög harða keppni í dag og ég verð að segja að mér létti stórum þegar við skoruðum. Vonandi kemur þessi sigur okkur á beinu brautina á ný," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×