Sport

Michael Owen ristarbrotinn

Newcastle hefu verið einstaklega óheppið með meiðsli í vetur og nú er ljóst að Michael Owen verður frá keppni fram á vor
Newcastle hefu verið einstaklega óheppið með meiðsli í vetur og nú er ljóst að Michael Owen verður frá keppni fram á vor NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Michael Owen þurfti að fara meiddur af velli í leik liðsins gegn Tottenham í Lundúnum í dag og nú er komið í ljós að hann er ristarbrotinn og verður því frá keppni í að minnsta kosti 2-3 mánuði. Ekki nóg með það, heldur grunar sjúkraþjálfara liðsins að markvörðurinn Shay Given sé fingurbrotinn, eins og til að bæta gráu ofan á svart fyrir félagið.

Það er því ljóst að meiðsli Owen verða ekki til að hjálpa honum með sæti í enska landsliðinu á HM í sumar, en ef allt gengur upp hjá honum, ætti hann þó að verða búinn að ná heilsu fyrir mótið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×