
Sport
Fyrsti titlinn Barcelona í sex ár

Barcelona varð í gærkvöldi spæsnkur meiststari í knattspyrnu í 17. sinn og í fyrsta sinn í sex ár þegar liðið gerði jafntefli við Levante, 1-1. Alberto Rivera náði forystunni fyrir Levante í fyrri hálfleik en Samuel Eto'o jafnaði fyrir Barcelona í síðari hálfleik. Eitt stig dugði Börsungum til að landa fyrsta meistaratitlinum frá árinu 1999. Liðið hefur sex stiga forskot á Real Madrid þegar tvær umferðir eru eftir en Madrídingar gerðu aðeins jafntefli, 2-2, við Sevilla í gær. Þótt Real Madrid geti náð Barcelona að stigum hefur Barcelona betur í innbyrðis viðureignum félaganna og myndi því hvort eð er vinna titilinn enduðu liðin með sama stigafjölda.