Kapphlaup um orku fyrir álver 15. maí 2005 00:01 Kapphlaup virðist hafið milli Norðuráls og Alcan, sem á álverið í Straumsvík, um að tryggja sér orku til meiri álframleiðslu Suðvestanlands. Bæði fyrirtækin hafa þreifað fyrir sér um orkukaup hjá Landsvirkjun. Fréttir bárust af því í gær að Suðurnesjamenn hefðu náð samkomulagi við Norðurálsmenn um að undirbúa byggingu álvers í Helguvík. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir að mál Norðuráls hafi komið honum nokkuð á óvart en að forsvarsmenn fyrirtækisins séu þó ekki hræddir um að þetta skref hafi fært Alcan aftar í röðina. Enn standi til að byggja við álverið í Straumsvík og verið sé að skoða orkumálin í því tilliti. Hrannar segir enn fremur að án þess að hann vilji gera lítið úr samkomulaginu sem tilkynnt var um í gær sé aðeins um ræða viljayfirlýsingu um að vinna áfram að málinu. Það sé í sjálfu sér það sem Alcan hafi gert á sínum vettvangi undanfarin ár og það sé langt í land. Álver sé ekki hrist fram úr erminni. Hrannar segir orku ekki einungis frátekna fyrir Norðurál og hefur ekki áhyggjur yfir að Alcan hafi klúðrað sínu tækifæri um stækkun. Kannski þyki sumum Alcan hafa hangsað en félagið sé þeirrar skoðunar að góðir hlutir gerist hægt. Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðingur hjá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, segir að ekki kæmi á óvart að Alcan myndi hraða ferli sínu nú eftir yfirlýsingar Norðuráls. Það sé farið að þrengja um þá raforku sem sé fáanleg í grendinni með góðu móti. Alcan sé komið með umhverfismat og í raun ekkert annað eftir en að taka ákvörðun um fjárfestingu og bjóða verkefnið út. Það taki stuttan tíma. Alcan sé því í raun komið mun lengra en aðrir í ferlinu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir bæði Norðurál og Alcan hafa verið í sambandi við Landsvirkjun vegna orkumála. Ekki séu þó neinar formlegar samningaviðræður í gangi. Ljóst þyrkir þó að samkeppni milli fyrirtækjanna sé fram undan. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Kapphlaup virðist hafið milli Norðuráls og Alcan, sem á álverið í Straumsvík, um að tryggja sér orku til meiri álframleiðslu Suðvestanlands. Bæði fyrirtækin hafa þreifað fyrir sér um orkukaup hjá Landsvirkjun. Fréttir bárust af því í gær að Suðurnesjamenn hefðu náð samkomulagi við Norðurálsmenn um að undirbúa byggingu álvers í Helguvík. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir að mál Norðuráls hafi komið honum nokkuð á óvart en að forsvarsmenn fyrirtækisins séu þó ekki hræddir um að þetta skref hafi fært Alcan aftar í röðina. Enn standi til að byggja við álverið í Straumsvík og verið sé að skoða orkumálin í því tilliti. Hrannar segir enn fremur að án þess að hann vilji gera lítið úr samkomulaginu sem tilkynnt var um í gær sé aðeins um ræða viljayfirlýsingu um að vinna áfram að málinu. Það sé í sjálfu sér það sem Alcan hafi gert á sínum vettvangi undanfarin ár og það sé langt í land. Álver sé ekki hrist fram úr erminni. Hrannar segir orku ekki einungis frátekna fyrir Norðurál og hefur ekki áhyggjur yfir að Alcan hafi klúðrað sínu tækifæri um stækkun. Kannski þyki sumum Alcan hafa hangsað en félagið sé þeirrar skoðunar að góðir hlutir gerist hægt. Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðingur hjá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, segir að ekki kæmi á óvart að Alcan myndi hraða ferli sínu nú eftir yfirlýsingar Norðuráls. Það sé farið að þrengja um þá raforku sem sé fáanleg í grendinni með góðu móti. Alcan sé komið með umhverfismat og í raun ekkert annað eftir en að taka ákvörðun um fjárfestingu og bjóða verkefnið út. Það taki stuttan tíma. Alcan sé því í raun komið mun lengra en aðrir í ferlinu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir bæði Norðurál og Alcan hafa verið í sambandi við Landsvirkjun vegna orkumála. Ekki séu þó neinar formlegar samningaviðræður í gangi. Ljóst þyrkir þó að samkeppni milli fyrirtækjanna sé fram undan.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira