S-hópurinn fékk milljarða að láni 30. maí 2005 00:01 S-hópurinn fékk milljarða að láni frá Landsbankanum á meðan hann var enn í ríkiseigu. Lánið var til að fjármagna fyrri greiðslu S-hópsins vegna kaupa á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003. Eignarhaldsfélagið Egla fékk um 3 milljarða króna í lán frá Landsbankanum en félög í S-hópnum fengu alls lánaða 6 til 8 milljarða króna. Þýski bankinn Hauck & Aufhauser átti 50 prósenta hlut í Eglu, Ker átti 49,5 prósenta hlut og VÍS 0,5 prósenta hlut. Þetta kemur fram í síðasta hluta greinaflokks Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna, sem birtist í blaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að þegar framkvæmdanefndin valdi S-hópinn til viðræðna um kaupin á Búnaðarbankanum hafði nefndin ekki enn fengið uppgefið hvaða erlendi fjárfestir væri þar á meðal. S-hópurinn sagði fjárfestinn ekki vilja koma fram fyrr en að loknum samningum. Samið var um það að S-hópurinn gæfi HSBC upp nafnið á fjárfestinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann teldist áreiðanlegur. Niðurstaða HSBC var jákvæð í garð fjárfestisins. Umsögn HSBC vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en kaupsamningur var undirritaður og tilkynnt var að þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser væri erlendi fjárfestirinn. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingarbanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Í greininni segir einnig að í kaupsamningi milli ríkisins og S-hópsins kom fram að hluthöfum Eglu var óheimilt að selja, eða ráðstafa á annan hátt, hluti sínum í Eglu í 21 mánuð frá undirritun samningsins 16. janúar 2003, nema að fengnu skriflegu samþykki viðskiptaráðherra. Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhauser sem átti helmingshlut í Eglu, sagði við fjölmiðla við undirskrift kaupsamningsins að bankinn myndi halda eignarhlut sínum í Búnaðarbankanum í að minnsta kosti tvö ár líkt og kveðið væri á um í kaupsamningnum. Að þeim tíma liðnum yrði ávöxtunin metin og fjárfestingin endurskoðuð. Þrettán mánuðum eftir undirritun kaupsamnings, 20. febrúar 2004, keypti Ker þriðjung af hlutafé Hauck & Aufhauser í sameinuðum KB banka. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra veitti leyfi fyrir viðskiptunum. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
S-hópurinn fékk milljarða að láni frá Landsbankanum á meðan hann var enn í ríkiseigu. Lánið var til að fjármagna fyrri greiðslu S-hópsins vegna kaupa á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003. Eignarhaldsfélagið Egla fékk um 3 milljarða króna í lán frá Landsbankanum en félög í S-hópnum fengu alls lánaða 6 til 8 milljarða króna. Þýski bankinn Hauck & Aufhauser átti 50 prósenta hlut í Eglu, Ker átti 49,5 prósenta hlut og VÍS 0,5 prósenta hlut. Þetta kemur fram í síðasta hluta greinaflokks Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna, sem birtist í blaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að þegar framkvæmdanefndin valdi S-hópinn til viðræðna um kaupin á Búnaðarbankanum hafði nefndin ekki enn fengið uppgefið hvaða erlendi fjárfestir væri þar á meðal. S-hópurinn sagði fjárfestinn ekki vilja koma fram fyrr en að loknum samningum. Samið var um það að S-hópurinn gæfi HSBC upp nafnið á fjárfestinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann teldist áreiðanlegur. Niðurstaða HSBC var jákvæð í garð fjárfestisins. Umsögn HSBC vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en kaupsamningur var undirritaður og tilkynnt var að þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser væri erlendi fjárfestirinn. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingarbanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Í greininni segir einnig að í kaupsamningi milli ríkisins og S-hópsins kom fram að hluthöfum Eglu var óheimilt að selja, eða ráðstafa á annan hátt, hluti sínum í Eglu í 21 mánuð frá undirritun samningsins 16. janúar 2003, nema að fengnu skriflegu samþykki viðskiptaráðherra. Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhauser sem átti helmingshlut í Eglu, sagði við fjölmiðla við undirskrift kaupsamningsins að bankinn myndi halda eignarhlut sínum í Búnaðarbankanum í að minnsta kosti tvö ár líkt og kveðið væri á um í kaupsamningnum. Að þeim tíma liðnum yrði ávöxtunin metin og fjárfestingin endurskoðuð. Þrettán mánuðum eftir undirritun kaupsamnings, 20. febrúar 2004, keypti Ker þriðjung af hlutafé Hauck & Aufhauser í sameinuðum KB banka. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra veitti leyfi fyrir viðskiptunum.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira