Klára skuldir vegna Tímans 25. febrúar 2005 00:01 Framsóknarflokkurinn greiðir á þessu ári síðustu afborganir af lánum sem tekin voru til að fjármagna skuldir vegna útgáfu dagblaðsins Tímans sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir tólf árum. Þetta kom fram í ræðu framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hófst í morgun. 28. flokksþing Framsóknarflokksins var sett á Nordica-hóteli klukkan tíu í morgun en við setninguna var boðið upp á ýmis skemmtiatriði. 847 fulltrúar eiga seturétt á flokksþinginu og hafa 750 framsóknarmenn skilað þátttökutilkynningu. Bein útsending er frá flokksþinginu í opinni dagskrá á sjónvarsstöðinni Sýn. Fjölmargar ályktanir sem varða atvinnu- og efnahagsmál, fjölskylduna, velferðarmál og umhverfið liggja fyrir flokksþinginu og er búist við átökum um margar þeirra, m.a. í tengslum við umræðuna um Evrópumálin og hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þegar hefur komið í ljós djúpstæður ágreiningur meðal forystu flokksins um hveru langt skuli ganga í þeim efnum. Í ræðu Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, var greint frá greiðslum vegna skulda flokksins í tengslum við útgáfu á dagblaðinu Tímanum sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir meira en áratug. Hann sagði síðustu afborganir af lánum verða greiddar á þessu ári. Aðspurður hvers vegna það sé gert svo löngu eftir að útgáfunni var hætt segir Sigurður að stórar skuldir þurfi að borga niður á löngum tíma. Hann kveðst ekki hafa á hraðbergi töluna yfir heildarskuldir vegna Tímans. Í ræðu framkvæmdastjórans kom jafnframt fram að kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar árið 2003 hefði kostað 68 milljónir. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Framsóknarflokkurinn greiðir á þessu ári síðustu afborganir af lánum sem tekin voru til að fjármagna skuldir vegna útgáfu dagblaðsins Tímans sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir tólf árum. Þetta kom fram í ræðu framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hófst í morgun. 28. flokksþing Framsóknarflokksins var sett á Nordica-hóteli klukkan tíu í morgun en við setninguna var boðið upp á ýmis skemmtiatriði. 847 fulltrúar eiga seturétt á flokksþinginu og hafa 750 framsóknarmenn skilað þátttökutilkynningu. Bein útsending er frá flokksþinginu í opinni dagskrá á sjónvarsstöðinni Sýn. Fjölmargar ályktanir sem varða atvinnu- og efnahagsmál, fjölskylduna, velferðarmál og umhverfið liggja fyrir flokksþinginu og er búist við átökum um margar þeirra, m.a. í tengslum við umræðuna um Evrópumálin og hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þegar hefur komið í ljós djúpstæður ágreiningur meðal forystu flokksins um hveru langt skuli ganga í þeim efnum. Í ræðu Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, var greint frá greiðslum vegna skulda flokksins í tengslum við útgáfu á dagblaðinu Tímanum sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir meira en áratug. Hann sagði síðustu afborganir af lánum verða greiddar á þessu ári. Aðspurður hvers vegna það sé gert svo löngu eftir að útgáfunni var hætt segir Sigurður að stórar skuldir þurfi að borga niður á löngum tíma. Hann kveðst ekki hafa á hraðbergi töluna yfir heildarskuldir vegna Tímans. Í ræðu framkvæmdastjórans kom jafnframt fram að kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar árið 2003 hefði kostað 68 milljónir.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira