Lífið

Samstarf Íslensku óperunnar og MasterCard

Bjarni Daníelsson, óperustjóri og Ragnar Önundarson, framkvæmdarstjóra MasterCard við undirritun samningsins
Bjarni Daníelsson, óperustjóri og Ragnar Önundarson, framkvæmdarstjóra MasterCard við undirritun samningsins

MasterCard hefur verið einn af tryggustu samstarfsaðilum Íslensku óperunnar um árabil og verður áframhald á því samstarfi í vetur. MasterCard kemur að hádegistónleikaröð Óperunnar þriðja árið í röð, en alls verða fernir hádegistónleikar í Óperunni í vetur, tvennir á haustmisseri og tvennir á vormisseri.

Bjarni Daníelsson, óperustjóri og Ragnar Önundarson framkvæmdarstjóri MasterCard undirrituðu á dögunum samstarfssamning vegna tónleikanna í anddyri Óperunnar en handhafar MasterCard greiðslukorta fá 20% afslátt á tónleikana, greiði þeir með kortinu.

Fyrstu tónleikarnir verða þriðjudaginn 1. nóvember kl. 12.15 og eru það þau Hanna Dóra Sturludóttir sópran og Kurt Kopecky á píanó sem kom fram á tónleikunum. Yfirskrift tónleikanna er Leyndardómar í draumum og sögum og á efnisskránni eru m.a. aríur eftir Dvorak, Wagner og Verdi. Aðrir tónleikarnir á haustmisseri verða þann 29. nóvember kl. 12.15 en þá mun Hlín Pétursdóttir sópran flytja aríur eftir Stravinsky, Britten og Menotti.

Á fyrstu hádegistónleikum vormisseris eru það þau Einar Th. Guðmundsson, baritón og Katharina Mooslechner, sópran sem koma fram. Þau munu flytja „Brúðkaupsdagskrá", en þau ætla einmitt að gifta sig í janúar. Kolbeinn Ketilsson, tenór sem kemur fram á síðustu hádegistónleikum vetrarins flytur kansónur úr suðri og norðri þ.e. sönglög frá Noregi, Svíþjóð og Ítalíu.

Dagsetningar á hádegistónleikum vormisseris verða auglýstar síðar.

Hádegistónleikarnir standa yfir í c.a. 40 mínútur og er hægt að kaupa samlokur í anddyri Óperunnar fyrir eða eftir tónleikana svo að enginn ætti að þurfa að fara svangur aftur út í amstur dagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×