Gunnar heiðar metinn á 250 millur 6. október 2005 00:01 Verðmiði Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, framherja Halmstad, sem slegið hefur í gegn í sænsku úrvalsdeildinni, er á bilinu 125 til 250 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet í gær. Þá datt Halmstad í fjárhagslegan lukkupott í drættinum í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en sé tekið mið af sjónvarps- og auglýsingatekjum eru tekjur félagsins áætlaður um 350 milljónir króna.Markið glæsilega sem Gunnar Heiðar skoraði fyrir Halmstad gegn Djurgården á mánudaginn hefur sannarlega verið gulls ígildi eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Gunnar Heiðar, sem er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað alls 20 mörk fyrir Halmstad á leiktíðinni, er farinn að vekja athygli enskra úrvalsdeildarliða og Skysports greindi frá því í gær að Everton fylgdist grannt með gangi mála. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Halmstad og því bendir flest til þess að hann verði seldur þegar janúarglugginn opnast. Halmstad keypti Gunnar Heiðar af ÍBV á 5 til 7 milljónir króna í fyrrahaust en upphæðin hækkar eftir fjölda leikja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fær ÍBV 10 prósent af söluverðinu þegar Gunnar Heiðar verður seldur frá Halmstad. ÍBV gæti því heldur betur dottið í lukkupottinn.Halmstad átti markakónginn í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og seldi hann til Ajax fyrir 400 milljónir króna. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að sjö félög í efstu deildum Evrópu fylgist grannt með Eyjapeyjanum. Auk enskra liða eru frönsk, hollensk og þýsk lið með hann undir smásjá. Halmstad dróst með Hertu Berlín, Lens, Sampdoria og Steaua Búkarest í riðli í Evrópukeppni félagsliða. Búist er við að Halmstad geti selt sjónvarpsréttinn fyrir dágóðar upphæðir. Halmstad er lítið félag á sænskan mælikvarða og Evrópukeppnin er því gullnáma og Gunnar Heiðar sannkallaður gullkálfur. Íslenski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Verðmiði Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, framherja Halmstad, sem slegið hefur í gegn í sænsku úrvalsdeildinni, er á bilinu 125 til 250 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet í gær. Þá datt Halmstad í fjárhagslegan lukkupott í drættinum í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en sé tekið mið af sjónvarps- og auglýsingatekjum eru tekjur félagsins áætlaður um 350 milljónir króna.Markið glæsilega sem Gunnar Heiðar skoraði fyrir Halmstad gegn Djurgården á mánudaginn hefur sannarlega verið gulls ígildi eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Gunnar Heiðar, sem er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað alls 20 mörk fyrir Halmstad á leiktíðinni, er farinn að vekja athygli enskra úrvalsdeildarliða og Skysports greindi frá því í gær að Everton fylgdist grannt með gangi mála. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Halmstad og því bendir flest til þess að hann verði seldur þegar janúarglugginn opnast. Halmstad keypti Gunnar Heiðar af ÍBV á 5 til 7 milljónir króna í fyrrahaust en upphæðin hækkar eftir fjölda leikja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fær ÍBV 10 prósent af söluverðinu þegar Gunnar Heiðar verður seldur frá Halmstad. ÍBV gæti því heldur betur dottið í lukkupottinn.Halmstad átti markakónginn í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og seldi hann til Ajax fyrir 400 milljónir króna. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að sjö félög í efstu deildum Evrópu fylgist grannt með Eyjapeyjanum. Auk enskra liða eru frönsk, hollensk og þýsk lið með hann undir smásjá. Halmstad dróst með Hertu Berlín, Lens, Sampdoria og Steaua Búkarest í riðli í Evrópukeppni félagsliða. Búist er við að Halmstad geti selt sjónvarpsréttinn fyrir dágóðar upphæðir. Halmstad er lítið félag á sænskan mælikvarða og Evrópukeppnin er því gullnáma og Gunnar Heiðar sannkallaður gullkálfur.
Íslenski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira