Innlent

Ríkislögreglustjóri verst frétta

MYND/Róbert
Jóhannes B. Skúlason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Skúlason ehf. sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá í gær að beiðni bresku lögreglunnar, segist ekki vita hvernig fyrirtækið á að tengjast rannsókn bresku lögreglunnar á fjársvikum, og jafnvel peningaþvætti, en lögreglumenn höfðu fartölvu á brott með sér eftir húsleit á heimili hans i gær. Jóhannes fór í höfuðstöðvar Ríkislögreglustjóra í morgun til frekari skýrslugjafar en þar á bæ er varist allra frétta, enda sé aðgerðin að beiðni bresku lögreglunnar en ekki að frumkvæði Ríkislögreglustjóra. Sjö menn voru handteknir í Bretlandi í gær vegna rannsóknar málsins en eftir því sem fréttastofan kemst næst hefur enginn verið handtekinn hér á landi. Starfsemi Skúlasonar ehf. var með eðlilegum hætti í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×