Innlent

Hæstiréttur ómerkti sýknudóm

Hæstiréttur ómerkti og vísaði heim í hérað til aðalmeðferðar sýknudómi héraðsdóms yfir manni sem ákærður var fyrir tilraun til manndráps í júlí í fyrra. Maðurinn var sakaður um að hafa lagt til leigubílstjóra með óþekktu eggvopni, með þeim afleiðingum að bílstjórinn hlaut átján sentimetra langan skurð á hálsi. Hæstiréttur taldi meðal annars á það skorta að tekin hefði verið skýr afstaða til vitnaskýrslu leigubílstjórans fyrir héraðsdómi, en hann hefði afdráttarlaust borið að ákærði hefði veitt honum áverkann. Hæstiréttur taldi einnig að rannsókn málsins hefði ekki verið haldin annmörkum, eins og héraðsdómur komst að.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×