Boro leiðir í hálfleik

Middlesbrough er yfir 2-1 í hálfleik gegn Tottenham á Riverside í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir komust yfir snemma leiks með marki frá Robbie Keane eftir klaufaleg varnarmistök, en heimamenn sneru leiknum sér í hag með mörkum frá Yakubu og James Morrison.