Enn hættuástand í Bolungarvík 5. janúar 2005 00:01 Almannavarnarnefnd Bolungarvíkur tók ákvörðun í samráði við Veðurstofu Íslands, seinni partinn í gær, um að afturkalla ekki hættustig þar í bæ. Á sama tíma var ákveðið að aflétta hættuástandi í Ísafjarðarbæ og fengu 46 manns á Ísafirði, Hnífsdal, Önundarfirði og Dýrafirði að fara til síns heima. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík og formaður almannavarnarnefndar þar í bæ, segir ótraust snjóalög og éljagang ekki gefa tilefni til að aflétta hættuástandinu. Niðurstaðan í gær var ekki eins og vonir stóðu til en Einar segir ekki hægt að taka neina áhættu. Enn þurfa því 26 hús að vera tóm í Bolungarvík og því komust 92 bæjarbúar ekki heim til sín í gær. Hættuástandið verður endurmetið í hádeginu í dag. Hluti byggðarinnar í norðanverðum Hnífsdal var keyptur upp eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Bráðabirgðahættumat sem gert var árið 1996 sagði nokkur einbýlishús vera á hættusvæði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir þau hús hafa verið keypt af einstaklingum og endurseld sem sumarhús sem aðeins má nota sex mánuði á ári, sum hafi þó verið keypt og flutt annað. "Endanlegt hættumat kom síðan á síðasta ári og þar kom fram að blokk, raðhús og tvö einbýlishús við Árvelli og íbúðarhúsið að Hrauni væru líka á hættusvæði," segir Halldór en á þessa staði féll flóðið á þriðjudag. Ákvörðun um að kaupa upp þessi hús var tekin í beinu framhaldinu af endanlegu hættumati því það þótti hagstæðara en að byggja varnargarða. Halldór segir annað einbýlishúsið þegar hafa verið keypt en lengra hafi bæjarfélagið og ofanflóðasjóður ekki verið kominn í ferlinu sem átti að halda áfram næstu mánuði. Halldór segist ekki vita á þessari stundu hvort þau hús sem flóðið féll á þriðjudag verði keypt strax í framhaldinu eða hvort einhver bið verði þar á. Eftir sé að meta skemmdirnar og koma þurfi rafmagni aftur á svæðið. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Almannavarnarnefnd Bolungarvíkur tók ákvörðun í samráði við Veðurstofu Íslands, seinni partinn í gær, um að afturkalla ekki hættustig þar í bæ. Á sama tíma var ákveðið að aflétta hættuástandi í Ísafjarðarbæ og fengu 46 manns á Ísafirði, Hnífsdal, Önundarfirði og Dýrafirði að fara til síns heima. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík og formaður almannavarnarnefndar þar í bæ, segir ótraust snjóalög og éljagang ekki gefa tilefni til að aflétta hættuástandinu. Niðurstaðan í gær var ekki eins og vonir stóðu til en Einar segir ekki hægt að taka neina áhættu. Enn þurfa því 26 hús að vera tóm í Bolungarvík og því komust 92 bæjarbúar ekki heim til sín í gær. Hættuástandið verður endurmetið í hádeginu í dag. Hluti byggðarinnar í norðanverðum Hnífsdal var keyptur upp eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Bráðabirgðahættumat sem gert var árið 1996 sagði nokkur einbýlishús vera á hættusvæði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir þau hús hafa verið keypt af einstaklingum og endurseld sem sumarhús sem aðeins má nota sex mánuði á ári, sum hafi þó verið keypt og flutt annað. "Endanlegt hættumat kom síðan á síðasta ári og þar kom fram að blokk, raðhús og tvö einbýlishús við Árvelli og íbúðarhúsið að Hrauni væru líka á hættusvæði," segir Halldór en á þessa staði féll flóðið á þriðjudag. Ákvörðun um að kaupa upp þessi hús var tekin í beinu framhaldinu af endanlegu hættumati því það þótti hagstæðara en að byggja varnargarða. Halldór segir annað einbýlishúsið þegar hafa verið keypt en lengra hafi bæjarfélagið og ofanflóðasjóður ekki verið kominn í ferlinu sem átti að halda áfram næstu mánuði. Halldór segist ekki vita á þessari stundu hvort þau hús sem flóðið féll á þriðjudag verði keypt strax í framhaldinu eða hvort einhver bið verði þar á. Eftir sé að meta skemmdirnar og koma þurfi rafmagni aftur á svæðið.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira