Innlent

Aukin notkun þrátt fyrir viðvörun

 Að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis var viðvörunin send út í apríl vegna hugsanlegra aukaverkana Celebra á hjarta- og æðakerfi. Þetta lyf er enn á markaði hér. Sé litið á kostnaðartölur vegna Celebra frá Tryggingastofnun ríkisins kemur í ljós, að kostnaður vegna lyfsins hefur farið stighækkandi á árunum 2002 - 2004. Það er því ekki að merkja, að dregið hafi úr notkun þess þrátt fyrir viðvaranir. Þess má geta, að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti undir áramót að klínísk langtímarannsókn á lyfinu celecoxíb hafi verið stöðvuð vegna aukinnar tíðni alvarlegra aukaverkana frá hjarta- og æðakerfi hjá sjúklingum sem fengu lyfið samanborið við þá sem fengu lyfleysu. Þetta er sama lyfið og er á markaði hér undir heitinu Celebra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×