Menning

Segir Norðmenn sjálfsánægða

Vellríkir, heilbrigðið uppmálað, lúðalegir, sjálfsánægðir og staðfastir í þeirri trú að þeir séu hinir útvöldu skandínavar. Þannig lýsir Johanne Hildebrandt, sænskur stríðsfréttaritari, nágrönnum sínum, Norðmönnum, í grein í Aftonbladet. Þar hneykslast hún yfir því að Norðmenn ætli að eyða tveimur milljörðum norskra kóna í hátíðarhöld í vor til að minnast þess að hundrað ár verða liðin frá því að Norðmenn fengu sjálfstæði frá Svíum. Hildebrandt er á þeirri skoðun að Svíar hefðu aldrei átt að gefa Norðmönnum frelsi enda væri Svíþjóð nú skuldlaust ríki ef það hefði fengið sinn skerf af olíuauði Norðmanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.