Splundra öllu sem á vegi verður 5. janúar 2005 00:01 Snjóflóð hafa fallið víða um land undnangengna daga, flest blessunarlega utan byggðar en eitt olli þó skemmdum í Hnífsdal. Þá hefur þurft að rýma íbúðarhús víða á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögun fjalla og úrkoma Langflest snjóflóð falla í hlíðum sem hafa 30 til 50 gráðu halla og meiri snjóflóðahætta er í ávölum brekkum en íhvolfum þar sem togspenna er meiri þar. Snjór safnast gjarnan í hvilftir og mörg gil eru í fjallshlíð og getur það stóraukið snjóflóðahættu. Þegar snjókoma er mikil er hætt við að snjóþekjan bindist ekki sem skyldi. Undirlagið skiptir einnig miklu máli. Algengt er hér á landi að í kjölfar snjókomu hlýni og snjórinn þyngist. Þungur og blautur snjór sest ofan á léttari snjó sem veldur því að snjóflóð falla oft í hrinum. Fylgi sterkur vindur úrkomu safnast snjórinn saman hlé megin í fjallshlíðum, giljum og skorningum og þegar skefur fram af fjallsbrúnum er hætta á hengjumyndun. Orsök flestra snjóflóða sem falla á Vestfjörðum er þegar vindur blæs yfir fjöll sem eru flöt að ofan. Gerðir snjóflóða Snjóflóðum er jafnan skipt í tvo flokka: lausasnjóflóð og flekaflóð en einnig eru þau undirflokkuð í kófhlaup, þurr og vot hlaup. Upptök lausasnjóflóða eru yfirleitt í efsta hluta snjóþekjunnar í lausum snjó þar sem lítil binding er. Lausasnjóflóð falla yfirleitt í eða rétt eftir mikla snjókomu. Í flekahlaupum skríður snjóþekjan af stað í heillegum flekum vegna samloðunar, en stór svæði geta farið af stað í einu og flutt með sér mikið snjómagn. Flekaflóðin eru mun algengari hérlendis en lausasnjóflóðin þó að mörkin þar á milli séu ekki mjög skýr. Rennslishraði snjóflóða er mismikill, þurr flóð renna hraðar en blaut. Kófhlaup geta náð mjög miklum hraða en á undan þeim fer kröftug þrýstibylgja sem getur splundrað því sem á vegi verður, þar á meðal húsum og bílum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Snjóflóð hafa fallið víða um land undnangengna daga, flest blessunarlega utan byggðar en eitt olli þó skemmdum í Hnífsdal. Þá hefur þurft að rýma íbúðarhús víða á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögun fjalla og úrkoma Langflest snjóflóð falla í hlíðum sem hafa 30 til 50 gráðu halla og meiri snjóflóðahætta er í ávölum brekkum en íhvolfum þar sem togspenna er meiri þar. Snjór safnast gjarnan í hvilftir og mörg gil eru í fjallshlíð og getur það stóraukið snjóflóðahættu. Þegar snjókoma er mikil er hætt við að snjóþekjan bindist ekki sem skyldi. Undirlagið skiptir einnig miklu máli. Algengt er hér á landi að í kjölfar snjókomu hlýni og snjórinn þyngist. Þungur og blautur snjór sest ofan á léttari snjó sem veldur því að snjóflóð falla oft í hrinum. Fylgi sterkur vindur úrkomu safnast snjórinn saman hlé megin í fjallshlíðum, giljum og skorningum og þegar skefur fram af fjallsbrúnum er hætta á hengjumyndun. Orsök flestra snjóflóða sem falla á Vestfjörðum er þegar vindur blæs yfir fjöll sem eru flöt að ofan. Gerðir snjóflóða Snjóflóðum er jafnan skipt í tvo flokka: lausasnjóflóð og flekaflóð en einnig eru þau undirflokkuð í kófhlaup, þurr og vot hlaup. Upptök lausasnjóflóða eru yfirleitt í efsta hluta snjóþekjunnar í lausum snjó þar sem lítil binding er. Lausasnjóflóð falla yfirleitt í eða rétt eftir mikla snjókomu. Í flekahlaupum skríður snjóþekjan af stað í heillegum flekum vegna samloðunar, en stór svæði geta farið af stað í einu og flutt með sér mikið snjómagn. Flekaflóðin eru mun algengari hérlendis en lausasnjóflóðin þó að mörkin þar á milli séu ekki mjög skýr. Rennslishraði snjóflóða er mismikill, þurr flóð renna hraðar en blaut. Kófhlaup geta náð mjög miklum hraða en á undan þeim fer kröftug þrýstibylgja sem getur splundrað því sem á vegi verður, þar á meðal húsum og bílum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira