Sport

Fjórir leikir í DHL-deild kvenna

Fjórir leikir voru á dagskrá í DHL-deild kvenna í handknattleik í dag. Stjörnustúlkur eru í efsta sæti deildarinnar með 9 stig eftir fimm leiki, en þær báru sigurorð af Fram í dag 24-22. Raked Dögg Bragadóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með 7 mörk og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 6 mörk. Hjá Fram var Þóray Stefánsdóttir markahæst með 6 mörk. Eyjastúlkur, sem eru í öðru sæti deildarinnar, unnu góðan sigur á Val á útivelli, 24-19. Alla Gokorian var markahæst Valsstúlkna gegn sínum gömlu félögum og skoraði 6 mörk, en hjá Eyjaliðinu var Paula Palminkova markahæst með 10 mörk. Víkingur og HK gerðu jafntefli 29-29 í Víkinni, eftir að heimaliðið hafði verið með 17-13 forystu í hálfleik. Hekla Daðadóttir skoraði 8 mörk fyrir Víking og Arna Sif Pálsdóttir skoraði sömuleiðis 8 mörk fyrir HK. Að lokum burstaði FH lið KA/Þórs fyrir norðan, 21-37. Guðrún Tryggvadóttir var markahæst í liði KA/Þórs með 6 mörk, en Guðrún Drífa Hómgeirsdóttir skoraði 8 mörk fyrir FH og þær Maja Gronbæk, og Gunnur Sveinsdóttir skoruðu 7 hvor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×