Gott efni sem fer til spillis 9. ágúst 2005 00:01 Undanúrslitaleikirnir í VISA-bikarnum þetta árið fóru fram í síðustu viku og báðir voru þeir líflegir og skemmtilegir. Ríkissjónvarpið á útsendingarréttinn á bikarkeppninni og sýndi báða leikina í beinni. Þetta var í fyrsta skipti sem stöðin nýtir sér þennan rétt sinn í sumar og þetta voru fyrstu innlendu knattspyrnuleikirnir sem RÚV sýnir í beinni á árinu. Á þessum útsendingum sást skýrt og greinilega hvað sjónvarpsstöðin Sýn er komin langt á undan RÚV í beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Leikirnir tveir voru gæðaefni að öllu leyti og höfðu allt sem prýða þarf skemmtilega knattspyrnuveislu. Það er því synd að sjá hvað RÚV matreiddi þetta efni með slökum hætti. Fyrri leikurinn var viðureign FH og Fram en sá leikur var æsispennandi, stórskemmtilegur og fullur af dramatík. FH-ingar hafa verið óstöðvandi í sumar en í þessum leik tókst Frömurum með glæsilegri endurkomu að fá leikinn í framlengingu og úrslitin réðust síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Fram vann óvæntan sigur. Strax eftir síðustu vítaspyrnuna var útsendingunni rofið til að hleypa að fréttum. Á jafn snöggan hátt og útsending hófst var henni skyndilega lokið. Engu púðri var eytt í það að sýna frá gríðarlegum fagnaðarlátum Framara eftir að hafa tekist það sem enginn reiknaði með og vonbrigðum FH-inga sem aldrei hafa hampað bikarmeistaratitlinum og töpuðu niður tveggja marka forskoti. Að sama skapi var litlu púðri eytt í upphitun fyrir leikinn. Þetta er svo stór hluti af þessu öllu að það má ekki sleppa því. Tímaskortur er engin afsökun. Við erum bara að tala um nokkrar mínútur sem skipta rosalega miklu máli. Bikarkeppnin er of gott sjónvarpsefni til að láta það fara til spillis. Ef RÚV getur með engu móti sinnt bikarkeppninni betur þá verður bara að finna henni annað heimili. Það er líka óskiljanlegt að ekki hafi verið búið að sýna fleiri bikarleiki áður en kom að undanúrslitunum. Það eru margir aðrir hlutir sem hægt er að setja spurningamerki við varðandi þessar útsendingar RÚV. Grafíkin var ekki upp á marga fiska og það vantaði algjörlega skilti sem gat táknað vítaspyrnukeppnina með skýrum hætti. Endursýningarnar voru oft fyrir neðan allar hellur og sjónarhornin slæm. Í leik Fram og FH komu upp tvö mjög vafasöm atriði hvað varðar rangstöður en í endursýningum var ekki með nokkru móti hægt að fá úrskurðað hið rétta í málinu, allar endursýningarnar voru í jarðhæð og í of mikilli nálægð. Lýsandinn í umræddum leik var sá hlutdrægasti sem mögulega var hægt að finna, bróðir annars þjálfarans og stuðningsmaður og fyrrverandi leikmaður hins liðsins. Báðir undanúrslitaleikirnir voru stórskemmtilegir og leiðinlegt að ekki var hægt að gera þeim betri skil. Hvort sem það er áhugi, metnaður, tími, reynsla, tæknibúnaður, peningar eða eitthvað annað sem vantar þá er hægt að gera betur. Elvar Geir Magnússon - elvargeir@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Sjá meira
Undanúrslitaleikirnir í VISA-bikarnum þetta árið fóru fram í síðustu viku og báðir voru þeir líflegir og skemmtilegir. Ríkissjónvarpið á útsendingarréttinn á bikarkeppninni og sýndi báða leikina í beinni. Þetta var í fyrsta skipti sem stöðin nýtir sér þennan rétt sinn í sumar og þetta voru fyrstu innlendu knattspyrnuleikirnir sem RÚV sýnir í beinni á árinu. Á þessum útsendingum sást skýrt og greinilega hvað sjónvarpsstöðin Sýn er komin langt á undan RÚV í beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Leikirnir tveir voru gæðaefni að öllu leyti og höfðu allt sem prýða þarf skemmtilega knattspyrnuveislu. Það er því synd að sjá hvað RÚV matreiddi þetta efni með slökum hætti. Fyrri leikurinn var viðureign FH og Fram en sá leikur var æsispennandi, stórskemmtilegur og fullur af dramatík. FH-ingar hafa verið óstöðvandi í sumar en í þessum leik tókst Frömurum með glæsilegri endurkomu að fá leikinn í framlengingu og úrslitin réðust síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Fram vann óvæntan sigur. Strax eftir síðustu vítaspyrnuna var útsendingunni rofið til að hleypa að fréttum. Á jafn snöggan hátt og útsending hófst var henni skyndilega lokið. Engu púðri var eytt í það að sýna frá gríðarlegum fagnaðarlátum Framara eftir að hafa tekist það sem enginn reiknaði með og vonbrigðum FH-inga sem aldrei hafa hampað bikarmeistaratitlinum og töpuðu niður tveggja marka forskoti. Að sama skapi var litlu púðri eytt í upphitun fyrir leikinn. Þetta er svo stór hluti af þessu öllu að það má ekki sleppa því. Tímaskortur er engin afsökun. Við erum bara að tala um nokkrar mínútur sem skipta rosalega miklu máli. Bikarkeppnin er of gott sjónvarpsefni til að láta það fara til spillis. Ef RÚV getur með engu móti sinnt bikarkeppninni betur þá verður bara að finna henni annað heimili. Það er líka óskiljanlegt að ekki hafi verið búið að sýna fleiri bikarleiki áður en kom að undanúrslitunum. Það eru margir aðrir hlutir sem hægt er að setja spurningamerki við varðandi þessar útsendingar RÚV. Grafíkin var ekki upp á marga fiska og það vantaði algjörlega skilti sem gat táknað vítaspyrnukeppnina með skýrum hætti. Endursýningarnar voru oft fyrir neðan allar hellur og sjónarhornin slæm. Í leik Fram og FH komu upp tvö mjög vafasöm atriði hvað varðar rangstöður en í endursýningum var ekki með nokkru móti hægt að fá úrskurðað hið rétta í málinu, allar endursýningarnar voru í jarðhæð og í of mikilli nálægð. Lýsandinn í umræddum leik var sá hlutdrægasti sem mögulega var hægt að finna, bróðir annars þjálfarans og stuðningsmaður og fyrrverandi leikmaður hins liðsins. Báðir undanúrslitaleikirnir voru stórskemmtilegir og leiðinlegt að ekki var hægt að gera þeim betri skil. Hvort sem það er áhugi, metnaður, tími, reynsla, tæknibúnaður, peningar eða eitthvað annað sem vantar þá er hægt að gera betur. Elvar Geir Magnússon - elvargeir@frettabladid.is
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun