Ég, Davíð og Austurríki 14. september 2005 00:01 Þeir sem halda að það sé sældarlíf að eiga fullt af peningum sem maður ávaxtar vel með áhættusömum fjárfestingum ættu bara að fara í fötin mín eina viku eins og þá síðustu. Vikan hófst eins og venjuleg vika hjá mér þar sem ég sest við tölvuna þegar markaðirnir opna um tíuleytið með cappuchino úr ítölsku espressóvélinni minni. Þetta leit allt saman vel út. Markaðurinn á fleygiferð og framvirku samningarnir á móti erlendu lánunum bara að gefa vel af sér. Ég hugsaði með mér að Austurríki ætti fullt erindi á ferðalistann minn eftir að hafa gefið mér svona mikið með skuldabréfaútgáfunni. Vín er víst frábær borg, háborg tónlistarinnar. Því að eiga mikla peninga fylgir auðvitað að maður reynir að þroska með sér góðan smekk. Maður hefur því verið að reyna að þroska tónilstarsmekkinn með því að hlusta á Mozart og Beethoven og þessa kalla sem voru með annan fótinn í Austurríki af því að þangað fóru þeir bestu. Nema hvað, ríkið spilar út Símapeningunum, Davíð hættir og Seðlabankinn ákveður að fara að kaupa gjaldeyri og vinna þannig gegn uppbyggingarstarfi Austurríkis. Svo bætist við meiri verðbólga en búist var við og hlutabréfin lækka. Allur hagnaðurinn frá því vikuna á undan farinn. Maður er eðlilega ekkert kátur með þetta. Mér líst hins vegar vel á að fá Davíð í bankann. Ég hef talsverða vantrú á hagfræðingum og finnst betra að í stólnum sé maður sem er sjóaður í stjórnmálum og skilur að það er engin ástæða til að vera að hafa áhyggjur af einhverju sem mun hvort eð er ekki gerast fyrr en eftir langan tíma. Mér hlýnaði líka um hjartaræturnar þegar Samson keypti í Landsbankanum um leið og hann lækkaði. Þeir gerðu þetta líka í fyrra þegar bankinn lækkaði. Þá hikaði ég ekki við að taka stóra stöðu í bankanum eins og Sindri Sindra og sé ekki eftir því. Ég bætti aðeins við mig núna og bíð svo bara eftir því að Austurríki haldi áfram að styðja við þá viðleitni mína að skapa verðmæti. spákaupmaðurinn á horninu Spákaupmaðurinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Þeir sem halda að það sé sældarlíf að eiga fullt af peningum sem maður ávaxtar vel með áhættusömum fjárfestingum ættu bara að fara í fötin mín eina viku eins og þá síðustu. Vikan hófst eins og venjuleg vika hjá mér þar sem ég sest við tölvuna þegar markaðirnir opna um tíuleytið með cappuchino úr ítölsku espressóvélinni minni. Þetta leit allt saman vel út. Markaðurinn á fleygiferð og framvirku samningarnir á móti erlendu lánunum bara að gefa vel af sér. Ég hugsaði með mér að Austurríki ætti fullt erindi á ferðalistann minn eftir að hafa gefið mér svona mikið með skuldabréfaútgáfunni. Vín er víst frábær borg, háborg tónlistarinnar. Því að eiga mikla peninga fylgir auðvitað að maður reynir að þroska með sér góðan smekk. Maður hefur því verið að reyna að þroska tónilstarsmekkinn með því að hlusta á Mozart og Beethoven og þessa kalla sem voru með annan fótinn í Austurríki af því að þangað fóru þeir bestu. Nema hvað, ríkið spilar út Símapeningunum, Davíð hættir og Seðlabankinn ákveður að fara að kaupa gjaldeyri og vinna þannig gegn uppbyggingarstarfi Austurríkis. Svo bætist við meiri verðbólga en búist var við og hlutabréfin lækka. Allur hagnaðurinn frá því vikuna á undan farinn. Maður er eðlilega ekkert kátur með þetta. Mér líst hins vegar vel á að fá Davíð í bankann. Ég hef talsverða vantrú á hagfræðingum og finnst betra að í stólnum sé maður sem er sjóaður í stjórnmálum og skilur að það er engin ástæða til að vera að hafa áhyggjur af einhverju sem mun hvort eð er ekki gerast fyrr en eftir langan tíma. Mér hlýnaði líka um hjartaræturnar þegar Samson keypti í Landsbankanum um leið og hann lækkaði. Þeir gerðu þetta líka í fyrra þegar bankinn lækkaði. Þá hikaði ég ekki við að taka stóra stöðu í bankanum eins og Sindri Sindra og sé ekki eftir því. Ég bætti aðeins við mig núna og bíð svo bara eftir því að Austurríki haldi áfram að styðja við þá viðleitni mína að skapa verðmæti. spákaupmaðurinn á horninu
Spákaupmaðurinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira