Menning

Lögmannsstarfið lifandi, krefjandi

"Mér fannst þetta spennandi nám og vissi að það myndi reyna á þá þætti sem ég taldi mig hafa hæfileika í. Það sem mér fannst skemmtilegast á þessum tíma var rökfræðin, en það er mikill skyldleiki milli rökfræði og lögfræði. Síðan voru aðrir þættir mikilvægir eins og að hafa örugga atvinnu að námi loknu, en aðallega fannst mér þetta spennnandi heimur. Hjördís lauk stúdentsprófi frá félagsfræðibraut Menntaskólans á Akureyri, sem hún segir hafa verið góðan undirbúning fyrir lögfræðina. "Ekki síst vegna áherslunnar sem var lögð á heimspeki, hagfræði og ýmsar greinar sem tengjast lögfræðinni." Eftir að Hjördís hafði lokið venjulegu kjarnanámi sem allir laganemar fara í gegnum var hún í svokölluðum kjörgreinum. "Þá valdi ég meðal annars grein sem heitir Hlutverk dómara og lögmanna og var í tímum hjá prófessor Eiríki Tómassyni en þar má segja að áhuginn fyrir lögmennskunni hafi vaknað fyrir alvöru." Fyrir þá sem ekki vita er munur á lögfræðingi og lögmanni, lögmaðurinn hefur réttindi til að flytja mál fyrir rétti. "Til að fá lögmannsréttindi í dag fer maður á námskeið en þegar ég var í námi þurfti ég að flytja prófmál fyrir rétti. Ég sótti svo um að loknu námi hjá AP lögmönnum, sem var sú stofa sem ég hafði mestan áhuga á, en hún var seinna sameinuð annarri stofu og heitir nú Logos." Hjördís hefur aldrei efast um að hafa valið rétt. "Námið er erfitt og langt og á fyrstu árunum þótti mér það ekki skemmtilegt. En í dag er ég í áhugaverðasta starfi sem ég get hugsað mér. Í lögfræðináminu þarf að tiIeinka sér ákveðinn hugsunarhátt og þegar maður nær tökum á því er hægt að njóta námsins. Það er eins með starfið, það er stöðugt krefjandi og skemmtilegt. Verkefnin eru fjölbreytt og þeim fylgir stöðug endurmenntun. Hvert verkefni getur þýtt að maður þurfi að tileinka sér nýja hluti og læra eitthvað nýtt, sem heldur manni lifandi. Ég gæti ekki verið í rútineruðu starfi sem væri mér ekki stöðug áskorun. Þar að auki býður starfið upp á mikil og áhugaverð samskipti við allskonar fólk. Ég gæti ekki hugsað mér neitt betra," segir Hjördís.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.