Rifbrotinn og allur lurkum laminn 17. janúar 2005 00:01 "Það er eitthvert lán yfir mér," sagði Nói Marteinsson, flutningabílstjóri á Tálknafirði, sem lenti í alvarlegu bílslysi í blindbyl í gærdag. Bíllinn sentist niður snarbratta hlíð og stöðvaðist ekki fyrr en í farvegi Mikladalsár. Nói var á leiðinni frá Patreksfirði yfir á Tálknafjörð þegar slysið varð á tólfta tímanum í gærdag. Hann var kominn rúmlega kílómetra fram í Mikladal þegar það átti sér stað. Á bílnum voru 5-6 tonn af fiski. "Það var þreifandi bylur, svo ég stoppaði. Bíllinn hefur verið kominn alveg út í kantinn, því þegar ég ók af stað aftur hélt hann áfram niður. Það er alveg snarbratt þarna niður, 150-200 metrar niður í árfarveginn." Nói sagði að bíllinn hefði aldrei oltið á allri þessari leið, heldur hefði hann "skrönglast niður á hjólunum". Það hefði ekki verið fyrr en hann stoppaði í árfarveginum sem hann fór á hliðina. Nói kvaðst hlutina hafa gerst svo hratt að hann hefði tæpast gert sér grein fyrir því sem hefði verið að gerast. Hann kvaðst hafa setið í bílnum allan tímann. Nói var með farsíma vasanum á kuldagalla sem hann var í. Þegar hann reyndi að ná sambandi reyndist það ekki hægt niðri í árfarveginum. Hann þurfti því að skreiðast langleiðina upp á veginn og þaðan gat hann hringt. Lögreglan á Patreksfirði kom á staðinn og flutti hann rakleiðis á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Þaðan fékk hann að fara heim eftir að gert hafði verið að meiðslum hans. "Það eru víst eitt eða tvö rif brotin," sagði hann. "Svo er ég allur lurkum laminn í öllum skrokknum eftir að hafa barist í húsinu niður. Það eru engin bílbelti í þessum bíl. Hann er ónýtur eftir þetta, það er ekkert öðru vísi en það." Fleiri voru í vandræðum vegna veðurs og hálku í gær og fyrradag. Kona með tvö börn í bíl sínum lenti utan vegar á Holtavörðuheiði í gær. Bíllinn valt, en engin slys urðu á fólki. Þá fór flutningabíll út af veginum á heiðinni og aðstoðaði lögreglan á Hólmavík við að koma honum upp á veginn aftur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
"Það er eitthvert lán yfir mér," sagði Nói Marteinsson, flutningabílstjóri á Tálknafirði, sem lenti í alvarlegu bílslysi í blindbyl í gærdag. Bíllinn sentist niður snarbratta hlíð og stöðvaðist ekki fyrr en í farvegi Mikladalsár. Nói var á leiðinni frá Patreksfirði yfir á Tálknafjörð þegar slysið varð á tólfta tímanum í gærdag. Hann var kominn rúmlega kílómetra fram í Mikladal þegar það átti sér stað. Á bílnum voru 5-6 tonn af fiski. "Það var þreifandi bylur, svo ég stoppaði. Bíllinn hefur verið kominn alveg út í kantinn, því þegar ég ók af stað aftur hélt hann áfram niður. Það er alveg snarbratt þarna niður, 150-200 metrar niður í árfarveginn." Nói sagði að bíllinn hefði aldrei oltið á allri þessari leið, heldur hefði hann "skrönglast niður á hjólunum". Það hefði ekki verið fyrr en hann stoppaði í árfarveginum sem hann fór á hliðina. Nói kvaðst hlutina hafa gerst svo hratt að hann hefði tæpast gert sér grein fyrir því sem hefði verið að gerast. Hann kvaðst hafa setið í bílnum allan tímann. Nói var með farsíma vasanum á kuldagalla sem hann var í. Þegar hann reyndi að ná sambandi reyndist það ekki hægt niðri í árfarveginum. Hann þurfti því að skreiðast langleiðina upp á veginn og þaðan gat hann hringt. Lögreglan á Patreksfirði kom á staðinn og flutti hann rakleiðis á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Þaðan fékk hann að fara heim eftir að gert hafði verið að meiðslum hans. "Það eru víst eitt eða tvö rif brotin," sagði hann. "Svo er ég allur lurkum laminn í öllum skrokknum eftir að hafa barist í húsinu niður. Það eru engin bílbelti í þessum bíl. Hann er ónýtur eftir þetta, það er ekkert öðru vísi en það." Fleiri voru í vandræðum vegna veðurs og hálku í gær og fyrradag. Kona með tvö börn í bíl sínum lenti utan vegar á Holtavörðuheiði í gær. Bíllinn valt, en engin slys urðu á fólki. Þá fór flutningabíll út af veginum á heiðinni og aðstoðaði lögreglan á Hólmavík við að koma honum upp á veginn aftur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira