Erlent

Herdómstól frestað

Dómari ákvað í gær að fresta máli þriggja breskra hermanna sem ásakaðir hafa verið um að misþyrma föngum í Írak. Upphaflega átti herrétturinn að taka mál þeirra þriggja fyrir í gær, í breskri herstöð í þýsku borginni Osnabrueck. Dómarinn ákvað hins vegar að fresta málinu, þar sem hann þyrfti meiri tíma til að hlýða á kröfur lögmanna. Myndir af meintri misþyrmingu birtust í breskum blöðum vorið 2003, leiddu til rannsókna málsins. Misþyrmingin á að hafa átt sér stað í maí 2003, þegar hermennirnir gættu vörugeymslu þar sem hjálpargögn voru geymd fyrir utan borgina Basra í suðurhluta Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×