Viðskipti innlent

Bankastjóri kaupir bréf

Ingólfur Helgason  forstjóri KB banka á Íslandi.
Ingólfur Helgason forstjóri KB banka á Íslandi.

Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka á Íslandi, keypti í gær 400 þúsund hluti í bankanum á genginu 665. Jafngildir það 266 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Ingólfur um 2,8 milljónir hluta í KB banka.

Miðað við gengi bankans við lok markaða í gær er verðmæti hlutanna tæpir 1,9 milljarðar króna. Til viðbótar á Ingólfur kauprétt á 60 þúsund hlutum og sölurétt á 750 þúsund hlutum. Söluréttur tryggir að Ingólfur tapar ekki á því að kaupa hlutabréf í KB banka lækki gengi bankans mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×