Lögreglan í Árnessýslu hyggst fara fram á að maðurinn, sem handtekinn var í morgun eftir að um 150 kannabisplöntur fundust í sláturhúsi við Laugarás í Bláskógabyggð, verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki hafa þó fengist upplýsingar um hversu lengi það á að vera.
Yfirheyrslur yfir manninum standa enn yfir en hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Lögregla lagði hald alls 150 plöntu og var stór hluti þeirra um og yfir 150 sm á hæð eftir því sem fram kemur á vef lögreglunnar . Auk þess var lagt hald á rúmlega 5 kíló af afurðum í vinnslu ásamt ýmsum tækjum og tólum sem tengjast ræktuninni.