Miðjumaðurinn og meiðslakálfurinn Kieron Dyer hjá Newcastle hefur gefið það út að löng og erfið barátta hans við þrálát meiðsli hafi gert það að hann hafi verið orðinn þunglyndur og hafi verið kominn með sjálfsvígshugsanir.
"Ég var með sjálfsvígshugsanir eftir leikinn sem ég sneri aftur og meiddist strax aftur. Ég hef aldrei orðið eins þunglyndur, en læknarnir, stjórinn og fjölskylda mín náðu að styðja mig í gegn um erfiðleikana," sagði Dyer.