Kári skoraði fyrir Djurgarden

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason var á skotskónum fyrir lið sitt Djurgarden í kvöld, þegar það lagði Álaborg frá Danmörku í Skandinavíudeildinni 2-1. Kári skoraði síðara mark liðsins, sem er efst í sínum riðli í deildinni.