Erlent

Sambærilegt falli Berlínarmúrsins

Fall styttu Saddams Husseins í Bagdad fyrir tveimur árum er sambærilegt falli Berlínarmúrsins, að mati George Bush Bandaríkjaforseta. Á fundi með bandarískum hermönnum í Texas í gær sagði Bush að talað yrði um fallið á styttu Saddams í Bagdad í sömu andrá og fall Berlínarmúrsins þegar fram líða stundir. Um það bil tuttugu og fimm þúsund hermenn hlýddu á Bush sem sagði jafnframt að þróunin í Írak ætti eftir að hrinda af stað lýðræðisbyltingu um allan heim. Hann vildi þó ekki segja neitt til um það hvenær bandaríkjaher yrði að öllu leyti farinn frá Írak, en nú þegar væru öryggissveitir Íraka farnar að gegna mun viðameira hlutverki í vörnum landsins heldur en fyrir aðeins fáeinum mánuðum síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×