Trúnaðargögn í röngum höndum 13. apríl 2005 00:01 Fyrirtæki í eigu Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, á lénið utn.is en það tengist starfi hennar við upplýsingatækni í framhaldsskólum. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is en lénið utn.is er stillt þannig að allur póstur sem sendur er á póstföng sem enda á @utn.is endar í pósthólfi Láru. Þannig berst til dæmis póstur á david.oddsson@utn.is og illugi.gunnarsson@utn.is ekki í hendur ráðherra eða aðstoðarmanns hans heldur beint í hendur varaþingmanns stjórnarandstöðunnar. Lára vill ekki upplýsa um innihald póstsendinganna en segir þær hafa borist bæði á meðan Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra og eins eftir að Davíð Oddsson tók við. "Í sumum tilfellum hefur verið um að ræða afar viðkvæm mál og jafnvel mál sem snúa beint að öryggi Íslands, samskipti sendiráða við utanríkisráðuneytið og eins tölvupóstsendingar á milli starfsmanna ráðuneytisins," segir Lára. Undanfarin fjögur ár hefur Lára ítrekað látið ráðuneytið vita að henni hafi borist póstur sem ráðuneytinu var ætlaður og hún segist hafa boðið ráðuneytinu lénið utn.is til kaups gegn því að kostnaður við að flytja vefinn og kynna hann á nýjum stað yrði greiddur. „Ég nefndi enga upphæð heldur bauð ráðuneytinu að koma með einhverja tölu en ég hafði aðeins í huga nokkra tugi þúsunda. Ráðuneytið vildi einungis greiða fyrir stofnun á nýju léni sem er 12 þúsund krónur og láta mig sitja uppi með vinnuna og kostnaðinn við flutning og kynningu. Ég var ekki tilbúin til þess og því hefur ekkert verið gert í þessu máli," segir Lára. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, sagðist sleginn yfir að ekki skyldi vera búið að ganga frá þessu máli þegar Fréttablaðið bar fréttina undir hann í gær. Hafði hann strax samband við Láru og var gengið frá samkomulagi þess efnis að ráðuneytið eignaðist lénið utn.is. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, á lénið utn.is en það tengist starfi hennar við upplýsingatækni í framhaldsskólum. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is en lénið utn.is er stillt þannig að allur póstur sem sendur er á póstföng sem enda á @utn.is endar í pósthólfi Láru. Þannig berst til dæmis póstur á david.oddsson@utn.is og illugi.gunnarsson@utn.is ekki í hendur ráðherra eða aðstoðarmanns hans heldur beint í hendur varaþingmanns stjórnarandstöðunnar. Lára vill ekki upplýsa um innihald póstsendinganna en segir þær hafa borist bæði á meðan Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra og eins eftir að Davíð Oddsson tók við. "Í sumum tilfellum hefur verið um að ræða afar viðkvæm mál og jafnvel mál sem snúa beint að öryggi Íslands, samskipti sendiráða við utanríkisráðuneytið og eins tölvupóstsendingar á milli starfsmanna ráðuneytisins," segir Lára. Undanfarin fjögur ár hefur Lára ítrekað látið ráðuneytið vita að henni hafi borist póstur sem ráðuneytinu var ætlaður og hún segist hafa boðið ráðuneytinu lénið utn.is til kaups gegn því að kostnaður við að flytja vefinn og kynna hann á nýjum stað yrði greiddur. „Ég nefndi enga upphæð heldur bauð ráðuneytinu að koma með einhverja tölu en ég hafði aðeins í huga nokkra tugi þúsunda. Ráðuneytið vildi einungis greiða fyrir stofnun á nýju léni sem er 12 þúsund krónur og láta mig sitja uppi með vinnuna og kostnaðinn við flutning og kynningu. Ég var ekki tilbúin til þess og því hefur ekkert verið gert í þessu máli," segir Lára. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, sagðist sleginn yfir að ekki skyldi vera búið að ganga frá þessu máli þegar Fréttablaðið bar fréttina undir hann í gær. Hafði hann strax samband við Láru og var gengið frá samkomulagi þess efnis að ráðuneytið eignaðist lénið utn.is.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira