Innlent

Málþing um fjölmiðlaskýrsluna

Frjálshyggjufélagið stendur fyrir málþingi um lokaskýrslu fjölmiðlanefndar á morgun, fimmtudag, klukkan 12 í Iðnó við Vonarstræti 3. Á fundinum mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir halda tölu um það starf sem fjölmiðlanefnd hefur unnið, skýra út helstu álitamál og þau rök sem liggja að baki einstökum atriðum í lokaskýrslunni. Friðbjörn Orri Ketilsson mun svo fjalla um málið út frá sjónarmiði Frjálshyggjufélagsins. Á fundinum verða meðlimir og gestir Frjálshyggjufélagsins auk þess sem flestum sem málið varðar hefur verið sent fundarboð. Dagskráin verður með eftirfarandi hætti: 12:00 Fundur settur 12.05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skýrir frá þeim viðfangsefnum og niðurstöðum sem fjölmiðlanefnd hefur kynnt með lokaskýrslu sinni. 12:15 Friðbjörn Orri Ketilsson ræðir málið út frá sjónarmiði Frjálshyggjufélagsins. 12:25 Opnað fyrir spurningar úr sal þar sem gestum gefst kostur á að spyrja nánar út í efni ræðumanna. 12.45-12.50 Fundi slitið  Gestum gefst kostur á að kaupa súpu og brauð á meðan fundi stendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×