Hálfleikstölur í Meistaradeildinni

Aðeins eitt mark hefur verið skorað þegar hálfleikur stendur yfir í leikjum kvöldsins í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sylvain Wiltord skoraði á 10. mínútu mark Lyon sem er 1-0 yfir gegn PSV Eindhoven. Fyrri leik liðanna lauk 1-1. Staðan hjá Juventus og Liverpool er 0-0 í hálfleik. Liverpool vann fyrri leikinn 2-1 og dugir því jafntefli í þessum leik til að komast í undanúrslitin. Sigurvegarinn í leik Juventus og Liverpool mætir Chelsea í undanúrslitunum en sigurvegarinn í viðureign Lyon og PSV mætir AC Milan.