Aðrar kosningar í Þýskalandi? 15. september 2005 00:01 Verða kosningar strax að loknum kosningunum í Þýskalandi? Það er meðal þess sem þarlendir stjórnmálamenn velta fyrir sér enda bendir flest til þess að niðurstöður kosninganna næstkomandi sunnudag verði einmitt þær sem enginn þeirra vill sjá. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Þýskalandi. Gerhard Schröder og Angela Merkel hljóta að fá hroll þegar þeim eru réttar nýjustu tölur úr skoðanakönnunum á hverjum morgni. CDU, kristilegir demókratar, eru langstærstir með fjörutíu og tveggja prósenta fylgi. SPD, jafnaðarmannaflokkur Schröders, geta fagnað því þeir hafa bætt við sig og eru komnir með þrjátíu og fimm prósent. En hvorugur flokkurinn hefur nægileg fylgi til að mynda stjórn með óskasamstarfsflokki sínum: kristilegir demókratar og frjálslyndir hafa ekki nægilegt fylgi samanlagt og jafnaðarmenn og græningjar ekki heldur. Fimmti flokkurinn á þingi, vinstri flokkurinn, er reyndar sá þriðji stærsti samkvæmt könnunum en það vill enginn mynda stjórn með flokknum svo að fylgi hans skiptir litli, í það minnsta segja leiðtogar hinna flokkanna það. Það stefnir því allt í að eina lausnin verði samsteypustjórn stóru flokkanna, CDU og SPD, nokkuð sem hvorugum flokksleiðtoganum hugnast. Að vísu gætu kristilegir demókratar og græningjar myndað stjórn með nægan meirihluta, en það samstarf er talið harla ólíklegt. Ein leið til að komast hjá því að ræða þessa stöðu er að kenna fjölmiðlum og þeim sem stýra könnununum um. Aðrir benda á að enn sé allt að þriðjungur óákveðinn sem muni ráða úrslitum, og enn aðrir benda á að meira en helmingur telji að ekki sé tímabært að gera breytingar. Það leysir hins vegar ekki vandann sem gæti blasað við á sunnudagskvöldið. Þess vegna hefur Angela Merkel lagt höfuðið í bleyti og setið stífa fundi með stjórnarskrárspekingum, samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla í morgun. Tilgangurinn er að finna leið til að efna til nýrra kosninga strax að þeim á sunnudaginn loknum. Lausnin felst í því að Merkel sækist eftir stuðningi þingsins sem kanslari að kosningum afstöðnum. Kosið er þrisvar og hljóti hún ekki afgerandi meirihluta hefur forseti Þýskalands um tvennt að velja: að tilnefna Merkel samt eða leysa þingið upp og efna til kosninga á ný. Forsetinn, Horst Köhler, er flokksbróðir Merkel og því meiri líkur á að hann sé henni hliðhollur en Schröder. Hvort að þessi flétta gengur upp er allt annað mál. Telja má víst að aðrir stjórnmálamenn myndu klaga þetta til stjórnarskrárdómstólsins og svo er engin leið að vita hvernig kjósendur brygðust við. Allt sýnir þetta fyrst og fremst þá örvæntingu sem ríkir í herbúðum helstu frambjóðendanna síðustu dagana fyrir kosningar, og ljóst að það stefnir í mjög spennandi kosningar hér í Þýskalandi á sunnudaginn kemur. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Verða kosningar strax að loknum kosningunum í Þýskalandi? Það er meðal þess sem þarlendir stjórnmálamenn velta fyrir sér enda bendir flest til þess að niðurstöður kosninganna næstkomandi sunnudag verði einmitt þær sem enginn þeirra vill sjá. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Þýskalandi. Gerhard Schröder og Angela Merkel hljóta að fá hroll þegar þeim eru réttar nýjustu tölur úr skoðanakönnunum á hverjum morgni. CDU, kristilegir demókratar, eru langstærstir með fjörutíu og tveggja prósenta fylgi. SPD, jafnaðarmannaflokkur Schröders, geta fagnað því þeir hafa bætt við sig og eru komnir með þrjátíu og fimm prósent. En hvorugur flokkurinn hefur nægileg fylgi til að mynda stjórn með óskasamstarfsflokki sínum: kristilegir demókratar og frjálslyndir hafa ekki nægilegt fylgi samanlagt og jafnaðarmenn og græningjar ekki heldur. Fimmti flokkurinn á þingi, vinstri flokkurinn, er reyndar sá þriðji stærsti samkvæmt könnunum en það vill enginn mynda stjórn með flokknum svo að fylgi hans skiptir litli, í það minnsta segja leiðtogar hinna flokkanna það. Það stefnir því allt í að eina lausnin verði samsteypustjórn stóru flokkanna, CDU og SPD, nokkuð sem hvorugum flokksleiðtoganum hugnast. Að vísu gætu kristilegir demókratar og græningjar myndað stjórn með nægan meirihluta, en það samstarf er talið harla ólíklegt. Ein leið til að komast hjá því að ræða þessa stöðu er að kenna fjölmiðlum og þeim sem stýra könnununum um. Aðrir benda á að enn sé allt að þriðjungur óákveðinn sem muni ráða úrslitum, og enn aðrir benda á að meira en helmingur telji að ekki sé tímabært að gera breytingar. Það leysir hins vegar ekki vandann sem gæti blasað við á sunnudagskvöldið. Þess vegna hefur Angela Merkel lagt höfuðið í bleyti og setið stífa fundi með stjórnarskrárspekingum, samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla í morgun. Tilgangurinn er að finna leið til að efna til nýrra kosninga strax að þeim á sunnudaginn loknum. Lausnin felst í því að Merkel sækist eftir stuðningi þingsins sem kanslari að kosningum afstöðnum. Kosið er þrisvar og hljóti hún ekki afgerandi meirihluta hefur forseti Þýskalands um tvennt að velja: að tilnefna Merkel samt eða leysa þingið upp og efna til kosninga á ný. Forsetinn, Horst Köhler, er flokksbróðir Merkel og því meiri líkur á að hann sé henni hliðhollur en Schröder. Hvort að þessi flétta gengur upp er allt annað mál. Telja má víst að aðrir stjórnmálamenn myndu klaga þetta til stjórnarskrárdómstólsins og svo er engin leið að vita hvernig kjósendur brygðust við. Allt sýnir þetta fyrst og fremst þá örvæntingu sem ríkir í herbúðum helstu frambjóðendanna síðustu dagana fyrir kosningar, og ljóst að það stefnir í mjög spennandi kosningar hér í Þýskalandi á sunnudaginn kemur.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira