Innlent

Símar og vefir gáfu sig undan IDOL

Svo mikil þátttaka var í kosningu í tengslum við IDOL undanúrslitin að símakerfi hreinlega gáfust upp. Þá var svo mikil umferð á vef Vísis vegna IDOL leiksins að verulega hægði á vefnum og um tíma var hann við það að fara niður. Undanúrslit fóru fram í Vetragarðinum í Smáralind í kvöld og sungu þau Davíð Smári, Heiða og Hildur Vala tvö lög hvert. Að loknum söngnum var opnað fyrir símakosningu og gátu áhorfendur heima sent SMS eða hringt í 900-númer. Fram kom hjá þeim Jóa og Simma, stjórnendum IDOL að þegar rúmlega 70.000 atkvæði höfðu borist gaf símakerfið sig. Nú stendur yfir IDOL leikur á Vísi þar sem meðal annars er hægt að vinna miða á úrslitakvöld IDOL 11.mars. Þeir Jói og Simmi bentu áhorfendum á að taka þátt í leiknum. Ekki fer á milli mála að Idol er vinsælast sjónvarpsþáttur á Íslandi, þátturinn ber höfuð og herðar yfir aðra samkvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Gallup, rífur helmingur allra landsmanna horfir á IDOL. Það var því eins og við manninn mælt, um leið og Simmi og Jói höfðu vísað á IDOL leikinn á Vísi margfaldaðist umferðin og um tíma var hún svo mikil að við lá að vefurinn færi á hliðina. Idol leikurinn hér á Vísi stendur til 9. mars og þann sama dag verða nöfn vinningshafa birt, þar á meðal nöfn þeirra sem vinna miða á úrslitakvöld IDOL 11. mars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×