Forstöðumönnum verði refsað 22. júní 2005 00:01 Mörg dæmi eru um að ríkisstofnanir fari fram úr fjárheimildum ár eftir ár en engin dæmi eru hins vegar um að ráðuneyti áminni forstöðumenn eins og lög gera ráð fyrir. Þetta segir ríkisendurskoðandi sem telur alvarlega misbresti á framkvæmd fjárlaga. Um 120 stofnanir og fjárlagaliðir fóru á síðasta ári það mikið fram úr að grípa hefði þurft til sérstakra ráðstafana samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga. Það er hátt í fjórðungur. Ríkisendurskoðun telur ráðuneytin sýna linkind í þessum málum, ekki grípa til aðgerða nógu snemma og forstöðumenn ekki látnir gjalda fyrir lélega fjármálastjórn. Að mati Ríkisendurskoðunar ætti að koma til greina að stöðva greiðslur til stofnana þar til gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þetta vel geta verið rétt hjá Ríkisendurskoðanda en hann vill að litið sé þannig á málin að þetta sé „eilífðarvinna“, þ.e. að því ljúki aldrei. Einar telur það vera árangursríkara að líta þannig á málin, að það sé „seiga, jafna átakið“ sem gildi en menn láti sér ekki detta í hug að hægt sé að rykkja þessu í liðinn. „Þó hefur mér fundist í gegnum árin að þegar við höfum verið að setja út á ýmsar stofnanir og ýmsan kostnað þá höfum við fengið frekar bágt fyrir heldur en hitt,“ segir Einar. Sendiráðin, Háskólinn á Akureyri, Framkvæmdasjóður aldraðra, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og embætti forseta Íslands eru meðal þeirra sem fara hvað mest fram úr hlutfallslega en þegar kemur að krónutölu stendur Landspítali - háskólasjúkrahús hins vegar upp úr. Almennt eru það stofnanir tveggja fjárfrekustu ráðuneytanna, menntamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis, sem fara mest fram úr fjárlögum. Einar Oddur segir sumar stofnanir hafa afsökun fyrir að fara fram úr og því sé það skiljanlegt. Aðrar hafi það hins vegar ekki og það eigi ekki að líða. Í heildina hafio þó orðið mikil framför í framkvæmd fjárlaga. Einar segir menn þekkja tölurnar í tengslum Landspítalann en það sé bara ekki samstaða um hvernig beri að taka á því. „Svo eru þarna líka stofnanir sem eru að fara fram úr fjárlögum og það er ekki þeirra sök heldur er það meira sök okkar sem erum á löggjafarþinginu. Við höfum ekki ráðið við sumt í útgjaldaþróuninni, til dæmis hjá Tryggingastofnun ríkisins,“ segir Einar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Mörg dæmi eru um að ríkisstofnanir fari fram úr fjárheimildum ár eftir ár en engin dæmi eru hins vegar um að ráðuneyti áminni forstöðumenn eins og lög gera ráð fyrir. Þetta segir ríkisendurskoðandi sem telur alvarlega misbresti á framkvæmd fjárlaga. Um 120 stofnanir og fjárlagaliðir fóru á síðasta ári það mikið fram úr að grípa hefði þurft til sérstakra ráðstafana samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga. Það er hátt í fjórðungur. Ríkisendurskoðun telur ráðuneytin sýna linkind í þessum málum, ekki grípa til aðgerða nógu snemma og forstöðumenn ekki látnir gjalda fyrir lélega fjármálastjórn. Að mati Ríkisendurskoðunar ætti að koma til greina að stöðva greiðslur til stofnana þar til gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þetta vel geta verið rétt hjá Ríkisendurskoðanda en hann vill að litið sé þannig á málin að þetta sé „eilífðarvinna“, þ.e. að því ljúki aldrei. Einar telur það vera árangursríkara að líta þannig á málin, að það sé „seiga, jafna átakið“ sem gildi en menn láti sér ekki detta í hug að hægt sé að rykkja þessu í liðinn. „Þó hefur mér fundist í gegnum árin að þegar við höfum verið að setja út á ýmsar stofnanir og ýmsan kostnað þá höfum við fengið frekar bágt fyrir heldur en hitt,“ segir Einar. Sendiráðin, Háskólinn á Akureyri, Framkvæmdasjóður aldraðra, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og embætti forseta Íslands eru meðal þeirra sem fara hvað mest fram úr hlutfallslega en þegar kemur að krónutölu stendur Landspítali - háskólasjúkrahús hins vegar upp úr. Almennt eru það stofnanir tveggja fjárfrekustu ráðuneytanna, menntamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis, sem fara mest fram úr fjárlögum. Einar Oddur segir sumar stofnanir hafa afsökun fyrir að fara fram úr og því sé það skiljanlegt. Aðrar hafi það hins vegar ekki og það eigi ekki að líða. Í heildina hafio þó orðið mikil framför í framkvæmd fjárlaga. Einar segir menn þekkja tölurnar í tengslum Landspítalann en það sé bara ekki samstaða um hvernig beri að taka á því. „Svo eru þarna líka stofnanir sem eru að fara fram úr fjárlögum og það er ekki þeirra sök heldur er það meira sök okkar sem erum á löggjafarþinginu. Við höfum ekki ráðið við sumt í útgjaldaþróuninni, til dæmis hjá Tryggingastofnun ríkisins,“ segir Einar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira