Innlent

Verulega áfátt

Í úrskurði Héraðsdóms í Baugsmálinu í morgun segir m.a. að samkvæmt íslenskri dómaframkvæmd verði að lýsa því hvernig ákærði er talinn hafa með athæfi sínu gerst sekur um það brot sem um ræðir. Í ákæru ríkisvaldsins gegn forsvarsmönnum Baugs sé því verulega áfátt.  Í úrskurðinum segir orðrétt: „Samkvæmt íslenskri dómaframkvæmd og áliti fræðimanna er þannig talið nauðsynlegt að hverju broti sé lýst allnákvæmlega í ákæru og á þann hátt sem sönnunargögn málsins eru talin benda til að það hafi gerst. Verður að lýsa því hvernig ákærði er talinn hafa með athæfi sínu gerst sekur um það brot sem um ræðir og þá þannig að atburðarásin falli að efnislýsingu refsilagabrotsins og skýringu refsiréttarins á því. Helgast þetta m. a. af því að sakborningi er nauðsyn á því að fá gerla að vita hvaða athæfi honum er gefið að sök, svo að hann geti varið sig, og ennfremur af því að dómari verður að geta gert sér svo glögga grein fyrir efni máls, að hann geti lagt á það dóm. Er ákærunni verulega áfátt að þessu leyti, eins og rakið hefur verið. Reyndar er hún ekki sem gleggst í ýmsum minni atriðum, sem óþarft er að rekja. Þykja ágallarnir varða frávísun, sbr. 4. mgr. 122. gr. oml. Þar sem hér er um verulegan hluta ákærunnar að ræða verður ekki hjá því komist að vísa málinu í heild frá dómi.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×