Viðskipti innlent

Viðskiptaráð Austurlands stofnað

Viðskiptaráð Austurlands var stofnað á Austurlandi í dag. Í stjórn ráðsins sitja þeir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, sem verður formaður, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., Elísabet Benediktsdóttir, svæðisstjóri Íslandsbanka á Austurlandi, Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Fiskimiða ehf., og Sigurður Grétarsson, framkvæmdastjóri Héraðsverks ehf. Markmið Viðskiptaráðs Austurlands eru: - Vera málsvari aukins frelsis í viðskiptum og minni ríkisafskiptum - Efla tengslanet fyrirtækja sem starfa á Austurlandi við önnur íslensk og erlend fyrirtæki. - Efna til umræðu um málefni er varða vöxt viðskiptalífs og framtíðaruppbyggingu á Austurlandi - Kynna Austurland sem fjárfestingu og starfsvettvang fyrirtækja og fjárfesta annars staðar frá. Aðilar að Viðskiptaráði Austurlands eru fyrirtæki innan Viðskiptaráðs Íslands sem stunda  viðskipti á Austurlandi eða hafa áhuga á uppbyggingu svæðisins. Tómas Már segir að með stofnun ráðsins skapist spennandi vettvangur til að ræða um málefni viðskiptalífsins á Austurlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×